Hugga dudduband er tilvalið í afgangaprjón. Það fer afskaplega lítið garn í það en er samt sem áður mjög gagnlegt fyrir lítil börn til að duddan týnist ekki. Duddubandið er prjónað fram og til baka langsum og er saumað saman að aftan. Sauma þarf klemmu á annan endann og á hinn endann er gerð lykkja sem hægt er að festa beint í dudduna eða setja gúmmíhring til að festa á dudduna.
Garn: Sandnes Mandarin Petit. Tilvalið að nota afganga af garni með sömu prjónfestu. Gott er að nota bómullargarn eða garn sem má þvo á 60°C.
Magn af garni: 5-8 g
Prjónfesta: 27l/10cm
Það sem þarf:
Hönnuður: Tinna Sigurðardóttir
Almennir skilmálar
Allar uppskriftir á vef Prjónabankans (PB Knit ehf) eru á ábyrgð höfunda og ber Prjónabankinn (PB Knit ehf) enga ábyrgð á innihaldi uppskrifta. Komi til grunur um ritstuld eða aðrar athugasemdir við uppskriftir skal beina öllu slíku beint til höfundar uppskriftar.
Afhending vöru
Uppskriftir eru sendar á netfang kaupanda á stafrænu (PDF) formi að lokinni greiðslu. Einungis er hægt að opna hverja niðurhalsslóð 2 sinnum. Prentaðar uppskriftir eru sendar á uppgefið heimilisfang kaupanda.
Skilaréttur
Ekki er hægt að skila uppskriftum sem keyptar eru í gegnum vefsíðuna.
Verð
Verð á vörum í vefverslun getur breyst án fyrirvara. PB Knit ehf. áskilur sér rétt til að fjarlægja vörur úr vefverslun án fyrirvara hætti vara í sölu.
PB Knit ehf
Kt: 480615-2710
VSK númer: 139026