Samprjón á Hoop peysu
Samprjónið okkar er í fullum gangi á Facebook undir hópnum ,,Prjónum saman Hoop peysu”.
Við hvetjum alla til að kaupa uppskrift af barna Hoop peysu eða fullorðins Hoop peysu og taka svo þátt í þessu skemmtilega samprjóni með okkur. Allir sem taka þátt í samprjóninu með okkur fá 10% afslátt af garni í Ömmu mús handavinnuhús og þær veita einnig góða þjónustu við val á garni. Við erum mjög spenntar að sjá hvernig útkoman verður á peysunni, þar sem uppskriftin bíður upp á mikinn fjölbreytileika. Peysan er eftir danska prjónahönnuðinn Dinu og hefur uppskriftin nú verið þýdd yfir á íslensku með hennar leyfi að sjálfsögðu. Við hjá Prjónabankanum höfum ákveðið að veita 15% afslátt af uppskriftinni á meðan að samprjónið stendur yfir, enginn afsláttarkóði.